Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

Varasamar hringingar frá útlöndum

Borið hefur á því undanfarið að símnotendur á Íslandi fái undarlegar stuttar hringingar úr óþekktum erlendum númerum. Við mælum með því að þessum hringingum sé ekki svarað og að ekki sé hringt til baka.

Umræddar hringingar virðast oftar en ekki koma frá Lettlandi (+371) og stundum birtist hreinlega ekkert númer. Því er ekki hægt að koma í veg fyrir hringingarnar með því að loka á ákveðin númer. Hringingarnar eru ekki einungis bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög. Tilgangur athæfisins er óljós, en líklega eru gerendur að reyna að svíkja út fjármuni. Unnið er að rannsókn málsins í samvinnu við erlenda og innlenda samstarfsaðila.

Við mælum með að fólk svari ekki þessum óþekktu hringingum og hringi ekki til baka. Enginn kostnaður hlýst af því að svara hringingunum en kostnaður getur hins vegar hlotist af því að hringja til baka. Ekki þarf að óttast að sá sem hringir geti komist yfir gögn í síma viðtakanda.

Næturhringingar stöðvaðar tímabundið
Þótt fyrrnefndar hringingar beri ekki kostnað geta þær engu að síður verið afar hvimleiðar, ekki síst þegar hringt er um nætur. Einn kostur er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturna til að koma í veg fyrir truflun. Margir símar bjóða líka upp á þann möguleika að setja ákveðin símanúmer á „bannlista“.

Vodafone býður einnig lausn sem felst í að stöðva allar hringingar í heimasíma eða farsíma sem koma frá útlöndum, ýmist að næturlagi eða allan sólarhringinn.
Nánar um þjónustuna:

  • Allar hringingar í númer, sem koma frá útlöndum á milli kl. 23:00 og 08:00, eru stöðvaðar. Þjónustan hefur hins vegar engin áhrif yfir daginn
  • Einnig er hægt að fá lokun fyrir allan sólarhringinn
  • Þjónustan hefur engin áhrif á innanlandssamtöl
  • Þjónustan aftengist sjálfkrafa eftir tvær vikur. Hefjist óeðlilegar hringingar þá aftur er hægt að virkja þjónustuna á nýjan leik

Ef þú vilt fá slíka lokun á símann þinn getur þú haft samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414, með netspjallinu eða með því að senda beiðni á vodafone@vodafone.is. Þjónustan kostar ekkert og hægt er að afpanta hana hvenær sem er með því að hafa samband við þjónustuver.

Vodafone gefur frí 19. júní

Vodafone verður lokað á milli 12:00 – 17.00 þann 19. júní til að starfsfólk geti tekið þátt í hátíðarhöldum af tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Mikilvægur áfangi náðist í jafnréttisbaráttunni þann 19. júní fyrir 100 árum – þegar íslenskum konum var veittur kosningaréttur. Aldarafmælis þessa merka áfanga verður víða minnst næstkomandi föstudag með veglegri dagskrá.

Vodafone hvetur starfsfólk til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Fyrirtækið mun því loka á milli kl. 12:00 og 17:00, þar með talið þjónustuver og verslun í Skútuvogi. Verslanir í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi verða opnar auk þess sem neyðartilvikum verður sinnt.

Við óskum Íslendingum til hamingju með þennan merka áfanga.

Samsung S6 á tilboði

Samsung Galaxy S6 hefur verið vinsæll í sumar hjá Vodafone. Það er ekki að furða, enda er þessi nýi ofursími frá Samsung algjör bomba. Fram til 12. júlí færðu flott hulstur í kaupbæti með öllum S6 símum!

Samsung Galaxy S-símarnir hafa verið gríðarlega vinsælir síðustu ár, enda er þessi lína jafnan helsta flaggskip Samsung. Með Galaxy S6 hefur Samsung hefur tekið stórt skref fram á við, því síminn er stútfullur af nýjungum.

clearcoverhulsturFram til 12. júlí 2015 mun flott Clear Cover hulstur fylgja með öllum flötum Samsung Galaxy S6 símum (ath. gildir ekki fyrir S6 Edge-útgáfuna). Hulstrin eru til í fjórum mismunandi litum – þú velur hvaða litur henti þér best!

Framfaraskref í hönnun

Stóri munurinn frá fyrri útgáfum liggur í hönnuninni. S6 er með ramma úr málmi og gleri og er því flottari og sterkbyggðari en eldri útgáfur sem eru úr plasti. Í raun má segja að þarna sé Samsung komið í beinni samkeppni við Apple í útlitshönnuninni en áður hefur verið. Síminn mun koma í fjórum litum, svörtum, hvítum, gráum og bláum.

samsung-Galaxy-s6

Myndavélin hefur verið uppfærð mynduglega, bæði með umtalsvert meiri upplausn, sem er núna 16 megapixlar (5 Mpix að framan) og betra F1,9 ljósopi, sem þýðir að myndgæði við lægri birtuskilyrði aukast.

Skjárinn er 5,1 tomma, bjartur og skarpur með 2560X1440 upplausn. Undir húddinu malla svo 64 bita örgjörvi og 64 bita stýrikerfi sem sjá til þess að vinnslan sé eins og best verður á kosið.

Samsung-Galaxy-S6-edge

Edge er ofurflottur

Auk hefðbundnu S6 útgáfunnar kom líka á markaðinn sérstök útgáfa, S6 Edge, þar sem skjárinn nær út fyrir kanta símans. Það eru alveg ótrúlega flottir símar, sem segja má að séu nokkurs konar lúxusútgáfa af Galaxy S6.

Upplýsingar um verð má finna í netverslun Vodafone:

Upplýsingar um Samsung Galaxy S6

Upplýsingar um Samsung Galaxy S6 Edge

Vodafone appið komið á Windows

Nú geta notendur Windows Phone snjallsíma fengið yfirlit yfir alla sína fjarskiptaþjónustu með Vodafone appinu.

Í dag kemur út Windows Phone útgáfa af Vodafone appinu, en eins og gefur að skilja hafa notendur Windows Phone beðið með óþreyju eftir útgáfunni. Vodafone er þar með fyrsta íslenska fjarskiptafyrirtækið sem gerir app fyrir Windows Phone síma.

Windows appið hefur alla sömu virkni og Android og iPhone útgáfurnar. Á upphafsskjá nýja appsins sérðu strax teljara fyrir farsímanúmer símans sem þú ert að nota og með því að velja „Þjónustur“ færðu svo heildaryfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu.

Ef slegið er inn notendanafn og lykilorð að Mínum síðum má svo fá enn ítarlegri aðgang að upplýsingum og stillingum.
windows-app

Meðal helstu kosta appsins er:

• Á upphafsskjánum sérðu alla teljara þess númers sem þú skráðir þig inn á, mínútur, SMS, gagnamagn og inneign
• Þú færð aðgang að lista af allri þeirri þjónustu sem þú ert með hjá Vodafone og stöðu hennar. Til dæmis:
o Gagnamagn nettengingar heimilisins
o 4G áskrift/frelsi
o Númer barnanna þinna og RED Family númer

• Þú getur fyllt á frelsi, bæði venjuleg frelsisnúmer og 4G netfrelsi
• Þú getur fengið aðstoð þjónustufulltrúa í gegnum netspjall auk hnappa til að senda SMS eða hringja í 1414

Þegar appið er uppsett þarftu að byrja á að slá inn símanúmerið í símanum þínum og þá færðu kóða sendan með SMS í símann. Þann kóða þarftu að slá inn í appið og þá færðu aðgang að upplýsingum um notkun á viðkomandi símanúmeri.

Prófaðu appið strax í dag – það er einfaldasta leiðin til að fá yfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu!

app-myndir

LG G4: of svalur myndavélasími

LG G4 er kominn til landsins, en þetta er einn albesti myndavélasími sem komið hefur á markaðinn. Að auki er hönnun símans mjög einkennandi og glæsileg, en hægt er að fá símann með leðurklæddri bakhlið.

LG G4 fylgir í kjölfar G3 símans sem kom á markaðinn fyrir um það bil ári. Hann naut mikilla vinsælda og sögðu margir að með honum hefði LG tekist að gera síma sem ætti í fullu tré við öflugustu síma keppinautanna.

Myndavél í fremstu röð

Það er óhætt að segja að G4 haldi áfram þar sem frá var horfið. Þetta er einstaklega vel heppnaður sími með nokkrar vel heppnaðar nýjungar. Þar ber fyrst að nefna myndavélina, sem hefur verið uppfærð verulega og er nú með þeim allra bestu sem finnast í snjallsímum í dag.

Hún er 16 MP með F1,8 ljósop og hágæða litaskynjara sem tryggja að myndirnar verða skarpar og bjartar jafnvel þótt lýsing sé af skornum skammti. Einnig er hægt að stýra stillingum á borð við ljósopi, lokuhraða, fókus, ISO og fleirum á mjög nákvæman hátt rétt eins og gert er á fullbúnum myndavélum. Ljósmyndaáhugamenn fá því mjög mikið fyrir sinn snúð í þessari græju.

lg-g4-leak39

Myndavélin á framhliðinni er ekkert slor heldur, með 8 MP upplausn, sem tryggir að selfie-myndirnar séu eins og best verður á kosið.

Annað sérkenni LG G4 er að hægt er að fá símann með leðurklæddri bakhlið, sem gefur honum stílhreint og einkennandi yfirbragð. Hægt er að velja um brúnt eða svart leður, en leðurútgáfurnar kosta 5.000 krónum meira en útgáfur án leðurs.

Skjárinn er 5,5 tommur, bjartur og skýr rétt eins og á LG G3 en því til viðbótar er hann örlítið sveigður, sem gerir símann handhægari og þægilegri í notkun..

Lítið við í næstu verslun Vodafone og prófið þennan stórglæsilega síma!

Vodafone á Smáþjóðaleikunum 2015

Hjá Vodafone erum við stolt af því að tilheyra hópi gullsamstarfsaðila 16. Smáþjóðaleikanna sem fram fara í Reykjavík dagana 1. til 6. júní næstkomandi.

smathjodaleikar-490x490Þetta er í annað sinn sem Ísland er gestgjafi leikanna en um 800 keppendur frá níu þjóðum taka þar þátt og í alls ellefu keppnisgreinum.

Vodafone sér um netsamband á leikunum og hefur mikið kapp verið lagt í það að tryggja að samband sé sem best og víðast. Eins verða keppendur, starfsfólk, sjálfboðaliðar og aðrir sem að leikunum koma í góðu sambandi með 4G SIM-kortum frá Vodafone.

Við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrá leikanna – þess má geta að frítt er inn á alla viðburði. Það stefnir svo sannarlega í skemmtilegan viðburð, fyrir alla fjölskylduna, þar sem íþróttir og jákvæð gildi Ólympíuhugsjónarinnar verða í brennidepli

Hjá Vodafone erum við svo heppin að einn fremsti júdókappi landsins starfar hjá félaginu, Norðurlandameistarinn og Ólympíufarinn Þormóður Árni Jónsson. Þormóður ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með undirbúningi og þátttöku sinni á Smáþjóðaleikunum í ár – þú getur fylgst með honum á Snapchat-i Vodafone, sem finna má á vodafoneis, og eins á Instagram.

Frá undirritun samstarfssamnings Vodafone og Smáþjóðaleikanna. F.v. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.

Frá undirritun samstarfssamnings Vodafone og Smáþjóðaleikanna. F.v. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone og Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.

Yfir 40.000 #12stig tíst í ár

Vinsældir #12stig tístanna halda áfram að aukast – og í raun má tala um algjöra sprengingu milli ára. Yfir 40.000 tíst birtust dagana sem keppnin fór fram í ár.

***Uppfært 24. maí 2015***

Alls birtust 20.565 tíst merkt #12stig laugardaginn 23. maí, þegar lokakeppni Eurovision söngvakeppninnar fór fram, sem er talsvert aukning frá því í fyrra, þegar ríflega 16.000 tíst voru birt á meðan á úrslitakvöldinu stóð.

12stig-lokanidurstada

Þar með hélt aukningin áfram á #12stig tístum, en alls birtust 40.151 tíst dagana sem undankeppnirnar tvær og lokakeppnin fór fram í þessari viku. Í fyrra var heildarfjöldinn 25.636, þannig að aukningin er rétt um 57% milli ára.

Vinsælustu tístin á úrslitakvöldinu, þ.e. þau sem voru oftast retweet-uð áttu borgarstjórnmálamennirnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson, en sá síðarnefndi átti bæði tístin í 2. og 3. sæti:

vinsaelustu-tistin-urslitakvold

En þegar öll Eurovision-vikan er skoðuð (eða #12stig-vikan eins og við kjósum að kalla hana) eru fimm vinsælustu tístin þessi hér – með nútímablaðamanninn Atla Fannar í efsta sæti.

vinsaelustu-overall

Mjög athyglisvert er að sjá að Atli Fannar átti hvorki vinsælasta tístið í undankeppnunum né lokakeppninni – en tístið hans frá því á fimmtudagskvöldið hélt dampi lengur en önnur og náði þannig forskoti sem aðrir hafa ekki náð að vinna upp. Hafa ber í huga að þessar tölur miða við miðnætti á laugardagskvöld, þannig að eitthvað gæti mögulega breyst næstu daga.

Við þökkum samfylgdina í Eurovision keppninni í ár og fyrir allt stuðið á #12stig – sjáumst í Svíþjóð á næsta ári!

***Eldri færsla frá 22. maí***

Í gær birtust alls 13.495 tíst merkt #12stig, en í fyrra voru þau rétt um 6.000 á undanúrslitakvöldi Íslands. Því sendu íslenskir Eurovision tístarar út rúmlega helmingi fleiri tíst í ár heldur en í fyrra. Svo mikil var notkunin á þessu merki að um tíma var það meðal vinsælustu tístmerkja í heiminum.

Aukningin var einnig mikil á fyrra undanúrslitakvöldinu, því á þriðjudaginn voru send út rúmlega 6.000 tíst merkt #12stig, en 2014 voru þau um 3.600 kvöldið sem Ísland tók ekki þátt.

graph_12stig_twitter-2015

Eins og sjá má hefur alltaf verið aukning milli ára, en þó var hún ekki mjög mikil milli áranna 2013-2014. Veruleg breyting varð því á þessu í ár, þegar #12stig tvöfaldast. Þetta er vísbending um að Twitter-samfélagið á Íslandi hafi stækkað umtalsvert síðustu 12 mánuðina – og að Eurovision-áhuginn fer síst minnkandi í þeim hópi.

Athyglisvert verður hins vegar að fylgjast með umræðunni á laugardagskvöldið, því þetta er í fyrsta sinn síðan #12stig varð til sem Ísland tekur ekki þátt í lokakeppninni.

Vinsælasta tístið hingað til, þ.e. það tíst sem oftast hefur verið endurtíst í vikunni, á Ari Eldjárn frá því í gær:

arieldjarn

Svona lítur svo listinn yfir fimm vinsælustu tístin út eftir undankeppnina, þ.e. bæði þriðjudags- og fimmtudagskvöldið:

retweet-flest

 

Þótt Ísland verði því miður ekki með í lokakeppninni er ekki þar með sagt að fjörið sé búið. Íslenskir tístarar hafa kannski bara þeim mun meiri tíma til að ræða hina keppendurna annað kvöld! Við minnum á tístsjónvarpsstöðina sem verður að sjálfsögðu á sínum stað á laugardaginn. Hana er að finna á aukarás RÚV (sem stundum er kölluð íþróttarás RÚV) sem er á rás 996 á sjónvarpi yfir nettengingar og 196 á sjónvarpi yfir örbylgju .

 

 

#12stig í sjónvarpinu

Eins og síðustu ár verður sérstök #12stig tístsjónvarpsstöð í Vodafone Sjónvarpi. Þar getur þú séð umræðuna um Eurovision á Twitter ásamt sjónvarpsútsendingunni, en margir segja það gera keppnina margfalt skemmtilegri.

Það styttist í að Ísland stígi á stokk í Eurovision, sem þýðir að tístsjónvarpsstöð Vodafone og RÚV er á leiðinni í loftið!

Evrovision-tiststod

Skjámynd frá fyrra ári

Frá 2012 hefur Vodafone boðið upp á sjónvarpsstöð þar sem hægt er að fylgjast með #12 stig tístum landsmanna á skjánum meðan á keppni stendur. Segja má að á Twitter fari stærsta Eurovision partíið fram, því þar ræða þúsundir Íslendinga saman um keppnina meðan á henni stendur – oft á alveg óborganlega fyndinn hátt.

Mun fólk eflaust ekki slá slöku við fram yfir keppni og líflegar samræður skapast, m.a. um bestu lögin, verstu búningana, skemmtilegasta skeggvöxtinn og annað slíkt. Tístin munu sem fyrr birtast á skjánum við hlið útsendingar RÚV frá keppninni en þannig má fá stemmninguna hjá landsmönnum beint í æð um leið og horft er á herlegheitin.

maria-olafs-featured

Þú getur líka tekið þátt – það eina sem þarf er Twitter aðgangur og að tísta um keppnina undir merkinu #12stig. Þótt #12stig tístin séu of mörg til að hægt sé að birta þau öll á sjónvarpsstöðinni eru umsjónarmenn stöðvarinnar lunknir við að finna bestu tístin og birta þau.

Aukarás RÚV (sem stundum er kölluð íþróttarás RÚV) má finna á rás 996 á sjónvarpi yfir nettengingar og 196 á sjónvarpi yfir örbylgju .

Fylgstu með íslensku keppendunum á Eurovision vefnum og Snapchat

Við minnum einnig á Eurovision-vefinn okkar og íslensku Eurovision keppendanna, en þar má lesa bloggið þeirra frá Vín, sjá myndbönd frá lífinu í Eurovision-landi, skoða myndir og margt fleira.

 

Jafnframt má fylgjast með hópnum á Snapchat á Vodafone Snapchatinu – vodafoneis. Fylgist með þar til að fá innsýn í lífið bak við tjöldin!

Morgunverðarfundur um Eurovison

Þar að auki má nefna að Advania mun halda morgunverðarfund um Eurovision á morgun, föstudaginn 22. maí, m.a. í samstarfi við Vodafone. Þar mun ég m.a. stíga á stokk og skoða #12stig umræðuna frá ýmsum sjónarhornum, Gylfi Steinn frá Advania mun spá fyrir um úrslitin með hjálp Google, Felix Bergsson verður í beinni frá Vín og margt fleira. Sjáumst þar!

 

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn