Hefurðu einhverjar spurningar um þjónustu eða vörur Vodafone? Hér finnur þú svörin við flestum þeim algengustu.

Reikningar

Allt sem tengist reikningum: Inniheimtuferli, reikningstímabil, útskriftargjald, greiðslufrestur og fleira.

 

Í netverslun okkar geturðu á einfaldan hátt leitað eftir tegund, verði eða eiginleikum símtækja og þannig fundið rétta símann sem hentar þér.

Við erum með eitt mesta úrval landsins. Kíktu líka við í verslunum okkar.

BlackBerry Z10 kominn

Nýjasti BlackBerry síminn er kominn til Vodafone, en hann er fyrsti snjallsíminn frá BlackBerry sem notar nýtt stýrikerfi, BlackBerry 10, og er einöngu stýrt með snertiskjá.

Z10 markar því upphaf nýrrar byltingar hjá BlackBerry, sem kemur nú af fullum krafti í baráttuna við hin stóru stýrikerfin á snjallsímamarkaðnum.

Það er þó langt í frá að BlackBerry sé nú orðið alveg eins og keppinautarnir, því þeir halda sérstöðu sinni hvað varðar fyrsta flokks samskiptaþjónustu fyrir fyrirtæki. Þar fer fremst í flokki BlackBerry Hub, sem geymir dagatöl, tölvupóst, SMS skilaboð og fleiri tilkynningar á sama stað, sem aðgengilegur er með einni stroku í hvaða appi sem er.

BlackBerry Z10 er öflugur og flottur sími með 4,2 tommu bjartan og skýran snertiskjá. Myndavélin er 8 MP og tekur 1080p háskerpuvídeó, en að framan er 2 MP myndavél fyrir myndsímtöl. Innra minnið er 16 GB, en það má auka verulega með því að bæta við SD-korti, og örgjörvinn er tvíkjarna 1,5 GHz með 2 GB vinnsluminni.

Z10 stenst með öðrum orðum vel samkeppni við bestu snjallsímana á markaðnum og mun án efa gleðja starfsfólk fyrirtækja sem nýta sér BlackBerry-tæknina.

BlackBerry hefur að auki lagt talsvert upp úr því að auka úrval appa sem í boði eru fyrir símann og búast má við enn fleiri öppum á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá kollega okkar hjá Vodafone í Bretlandi kynna helstu kosti BlackBerry Z10.

Þú getur skoðað BlackBerry Z10 betur í netversluninni okkar!

Athugasemdir

athugasemdir

Á Vodafone blogginu birtum við fréttir af ýmsu sem tengist starfsemi, vörum og þjónustu Vodafone. Við leggjum okkur að sjálfsögðu fram um að upplýsingar sem hér birtast séu réttar, en alltaf geta einhverjar villur slæðst með sem við leiðréttum ef þær finnast. Eðli bloggsins vegna má búast við að upplýsingar sem hér birtast geti úrelst með tímanum.
Netspjall / Panta símtal / Fyrirspurn